Skip to Content

Fræðasjóður Úlfljóts

Fræðasjóður Úlfljóts var settur á laggirnar í upphafi ársins 2005, er lagt var fram 2.000.000 kr. stofnfé af hálfu tímaritsins. Frumkvæðið að stofnun sjóðsins áttu þáverandi framkvæmdastjórar Úlfljóts, Einar Björgvin Sigurbergsson og Jóhannes Eiríksson

Markmið sjóðsins er að efla fræðastarf og rannsóknavinnu á sviði lögfræði, sérstaklega meðal laganema og kennara við lagadeild Háskóla Íslands.

Fræðasjóðurinn starfar skv. 31. gr. laga Orators, en ákvæðið hljóðar svo:

Úlfljótur skal starfrækja sjóð er ber heitið Fræðasjóður Úlfljóts. Markmið sjóðsins skal vera að efla fræðastarf og rannsóknarvinnu á sviði lögfræði, sérstaklega meðal laganema og kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Styrkir skulu veittir að vori hvers árs og má heildarfjárhæð þeirra nema allt að kr. 600.000. Stjórn sjóðsins skipa: framkvæmdastjórar Úlfljóts, ritstjóri Úlfljóts, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands. Laganemar skulu ávallt skipa meirihluta stjórnar sjóðsins. Nánar fer um sjóðinn skv. skipulagsskrá, sem sett skal af stjórn sjóðsins.

Meðal verkefna sem hafa verið styrkt má nefna:

  • Kröfuréttur I - efndir kröfu e. Benedikt Bogason, Eyvind G. Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson
  • Neytendaréttur e. Ásu Ólafsdóttir og Eirík Jónsson
  • Stjórnskipunarréttur Mannréttindi e. Björg Thorarensen
  • Túlkun lagaákvæða e. Róbert R. Spanó
  • Fyrirlestrar í réttarheimspeki, e. Hafstein Þór Hauksson & Skúla Magnússon

AttachmentSize
Styrkumsokn.doc200.5 KB
Úlfljótur, tímarit laganema