Skip to Content

Bóksala Úlfljóts

Um árabil hefur Úlfljótur rekið bóksölu í kjallara Lögbergs, rekstur bóksölunnar hófst árið 1987 og hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Framkvæmdastjórar Úlfljóts fara með stjórn bóksölunnar, venju samkvæmt. Bóksalan býður nú upp á rúmlega 150 rit er varða lögfræði, en úrvalið hefur aukist jafnt og þétt undanfarin á

Meginmarkmið bóksölunnar er annars vegar lægra vöruverð en gengur og gerist hjá öðrum bóksölum og hins vegar traust þjónusta í þágu laganema. Bóksalan er með vökult auga fyrir hvers konar verðbreytingum kennslurita og tekur ávallt mið af þeim í verðlagningu sinni. Óhætt er að segja að laganemar, sem og aðrir viðskiptavinir, spari sér umtalsverða fjármuni með því að beina viðskiptum sínum til bóksölu Úlfljóts.

Auk þess hefur bóksalan staðið að útgáfu kennslurita og ritsafna sem nemendur lagadeildar Háskóla Íslands styðjast við. Mikil gróska hefur verið á þeirri útgáfustarfsemi síðustu á

Úlfljótur býður laganemum í grunnnámi upp á þann möguleika að kaupa rit sín í þar til gerðum "bókapakka", sem inniheldur öll helstu rit hverjar annar. Hefur Úlfljótur boðið upp á þennan kost síðan árið 2005 og hefur fyrirkomulagið reynst afar vel, bæði er um að ræða hagræðingu fyrir nemendur auk þess sem 5% auka staðgreiðsluafsláttur fylgir hverjum keyptum "bókapakka".

Bóksalan hefur einnig tekið að sér að senda pantanir bæði innanlands sem og til útlanda, fylgir þá reikningur með. Hægt er að koma áleiðis fyrirspurnum um bókaval, verð og kostnað með því að senda forsvarsmönnum bóksölunnar tölvupóst á ulfljotur@ulfljotur.is eða með símtali á auglýstum opnunartímum, þá s.562 3280.

Nálgast má bókalista bóksölu Úlfljóts með því að smella á viðhengið hér að neðan.

AttachmentSize
Bokalisti.pdf168.36 KB
Úlfljótur, tímarit laganema